Varðandi kaup/sölu í gegnum netið

#1
Að gefnu tilefni þá hvetur Vefstjórn MBKÍ fólk til að vera á varðbergi gagnvart þýfi sem kann að rata inn á vefinn í auglýsingarnar og hafa samband strax við lögreglu ef grunsemdir vakna. Ennfremur minnum við á ábyrgð þess sem kaupir þýfi.
Lögreglan skrifaði: Lögreglan hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart þýfi og hafa samband ef grunsemdir vakna. Ennfremur er minnt á ábyrgð þess sem kaupir þýfi.

Í 264. gr. almennra hegningarlaga er m.a. kveðið á um eftirfarandi: Hver sem tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti samkvæmt lögum þessum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Sömu refsingu skal sá sæta sem geymir eða flytur slíkan ávinning, aðstoðar við afhendingu hans eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af broti. Nú er brot ítrekað eða stórfellt og getur refsing þá orðið fangelsi allt að 4 árum. Sé brot framið af gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Kaup og sala:
Að gefnu tilefni viljum við hvetja fólk að greiða ekki vörur fyrirfram og ganga úr skugga um uppruna og ástand vörunnar áður en greiðsla fer fram. Sé fólk svikið með einhverjum hætti þá hvetjum við kaupanda/seljanda til að tilkynna öll slík mál til lögreglu.


Sá aðili sem verður uppvís að því að selja þýfi eða aðra illa fengna hluti hér á vefsvæði MBKÍ verður tafarlaust settur í bann!


-----------------------------------------------------
Stjórn Mercedes-Benz klúbbs Íslands
Netfang: mbki @ mbclub.is
cron