Síða 1 af 1

Dropbox lokar á Public folder deilingu frá og með 1. sept.

Innsent: 21 Ágú 2017, 14:03
frá Benni
Datt í hug að deila þessu hér, þó svo að það sé e.t.v. seint :(
Setti þetta inn á lokað svæði félagsmanna í des. sl. og ekki margir séð það þar....
Við lokun Public folders þá má vænta þess að hluti efnis sem deilt er hérna (aðallega myndir) detti út.
Benni skrifaði:Jæja, nú er Dropbox að fara að loka fyrir myndbirtingar í gegnum Public folders og þá munu margar myndir detta héðan út af spjallinu :(
Hef sjálfur notað þetta gríðarlega þó svo að sú lausn sem Jón Ketils opnaði fyrir í þessu spjalli hafi tekið að mestu við. Það gerðist síðar.

Hér er afrit af pósti sem ég var að fá frá Dropbox:
Dropbox.com skrifaði:Hi Benedikt,

We’re always looking to improve the Dropbox sharing experience. The Public folder was the first sharing method we introduced, and since then, we’ve built even better ways for you to share securely and work together with your team.

As a result, we’ll soon be ending support for the Public folder. Dropbox Pro users will be able to use the Public folder until September 1, 2017. After that date the files in your Public folder will become private, and links to these files will be deactivated. Your files will remain safe in Dropbox.

If you’d like to keep sharing files in your Public folder, you can create new shared links. Just make sure to send the new URLs to your collaborators.

In addition to shared links, we have a number of sharing options designed to make collaboration easier and give you more control. To learn more, visit our Help Center.

The Dropbox team
Ég get svo sem alveg skilið það af hverju Dropbox er að gera þetta þar sem þeir eru að reyna að verja kerfið gegn hökkurum. Hitt er að það verður leiðinlegt að sjá myndir detta út :roll:

Re: Dropbox lokar á Public folder deilingu frá og með 1. sep

Innsent: 21 Ágú 2017, 14:05
frá Benni
Það getur verið að eitthvað efni frá klúbbnum (stjórn) geti dottið út sé það vistað undir Dropbox svæði stjórnar (er ekki með aðgang að því lengur).

Re: Dropbox lokar á Public folder deilingu frá og með 1. sept.

Innsent: 30 Apr 2018, 18:35
frá sveinn
Slæmt þegar þeir sem veita þjónustu sem þessa breyta svona skilmálum sínum. Ekki síst eftir að maður er búinn að nota þjónustuna til margra ára.

Ég ætla þó að reyna að nota dropbox áfram með því að nota UpDog. En það þýðir þó að ég þarf að leiðrétta alla linka :(

Lagfærði til að byrja með Gelander myndaþræðina...

Re: Dropbox lokar á Public folder deilingu frá og með 1. sept.

Innsent: 30 Apr 2018, 18:46
frá BaraBenz
Já, það er skelfilegt. Þoli ekki Dropbox

Frænka mín sendi mér boð um að skoða myndir og fleira á Dropbox.

Ég hafði aldrei sett inn eitt einasta skjal þar en hafði fengið aðgang að MBKÍ Dropboxinu áður.

Þá fékk ég þau skilaboð að ég yrði að kaupa meira gagnamagn því ég væri búinn að nota svo mikið.

Ætluðu að láta mig borga aftur fyrir það sem aðrir hefðu borgað fyrir.

Það var nóg til þess að ég kem aldrei til með að nota það.

Nota Onedrive og er með 1TB þar með Office 365 og er mjög sáttur.

Re: Dropbox lokar á Public folder deilingu frá og með 1. sept.

Innsent: 30 Apr 2018, 18:50
frá BaraBenz
sveinn skrifaði:
30 Apr 2018, 18:35
Slæmt þegar þeir sem veita þjónustu sem þessa breyta svona skilmálum sínum. Ekki síst eftir að maður er búinn að nota þjónustuna til margra ára.

Ég ætla þó að reyna að nota dropbox áfram með því að nota UpDog. En það þýðir þó að ég þarf að leiðrétta alla linka :(

Lagfærði til að byrja með Gelander myndaþræðina...
Snillingur :tumbsup: