Einkennileg þjónusta í Bílaumboðinu Öskju

#1
Mér langaði að fá álit hjá ykkur á þeirri þjónustunni Bílaumboðsins Öskju sem ég var að lenda í.

Ég rek 1990 árgerð af Mercedes Benz, um er að ræða 300CE bíl sem ég hef mjög gaman af og er þetta hálfgert hobby hjá mér.

Seinasta vor fór að koma ógangur í vélina á lágum snúningum og bíllinn hægur af stað. Ég fór með bílinn á virt Mercedes Benz bílaverkstæði og eftir skoðun hjá þeim. Þeir finna ekkert og sögðu að Askja væri eina verkstæðið sem hefði tæki til að bilanagreina þessa gömlu mótora.

Ég fór með hann þangað stuttu seinna í bilanagreiningu. Þeir finna það út að sökudólgurinn er stíflaður hvarfakútur. Fram kemur einnig í bilanagreingunni að kveikjulok, hamar, kerti og kertþærðir hefðu verið í góðu standi og nýlegir. Sem passar því þetta var allt glænýtt og hafði verið skipt um í þeirri von að lækna óganginn. Þessi atriði munu koma aftur við sögu seinna.

Mér er sagt að fara með bílinn á pústverkstæði og koma svo aftur með hann í vélarstillingu. Þetta gerði ég og í lok sumars um var ógangurinn farinn.

Allt gekk þetta fínt þangað til á þriðjudaginn í seinustu viku. Þá er faðir minn er að aka bílnum og bíllinn drepur skyndilega á sér og fer ekki aftur í gangi. Hann heldur fyrst að bíllinn sé bensínlaus og leggur bílnum út í kannti og gengur á næstu bensínstöð og kaupir brúsa og bensín. En bíllinn fer ekki aftur í gang.
Ég frétti af þessu og hringi upp í Öskju og fæ að koma bílnum að á biðlista. Það er að segja það verður hlaupið í hann þegar losnar frí tími.
Ég fer svo með hjálp vinar á bílaflutninga bíl og sæki bílinn og förum við með hann upp í Öskju.

Svo er hringt á föstudeginum og sagt að hann sé tilbúinn. Sökudólgurinn sé kveikjulokið og hamarinn. Þeir segja þetta sé nú þeim að kenna. Mistök hjá strafsmanni þegar þetta var sett aftur saman seinast þegar hann var hjá þeim. Sem gerði það að verkum að hamarinn át kveikjulokið að innan. Þeir löguðu þetta og ég þarf ekki að borga neitt. Það er miklu fargi af mér létt því ég var að búast við himin háum reikningi. Ég fer að sækja bílinn samdægurs og þegar ég sækji hann fæ ég eina litla afsökunarbeiðni.

Ég hugsaði svo meira um þetta mál yfir helgina og fannst þetta svo helvíti slæmt. Ég gat náttúrlega ekki verið bíllaus á meðan því tók ég því bíl á leigu og því fylgur nú einhver kostnaður. Svo þurfti nú að koma bílnum til Öskju, sem var ótrúlegt vesen og hefði getað verið mjög dýrt hefði ég ekki verið svo heppinn að þekkja mann með aðgang af bílaflutningabíl.

Því fór ég í dag og spurði hvort það væri hægt að finna einhvern milli veg í kostnaðinum á bílaleigubílnum. Mér var sagt að það væri ekki hægt. Vegna þess þeir lánuðu sjálfur bíla á meðan viðgerðum stendur. Þjónustu sem mér var aldrei boðinn og vissi ekki af. Er nú skiljanlegt að að það var ekki boðið enda gamall bíll og löngu dottinn úr ábyrgð. En þeir vildu ekkert gera með þetta eftir á. Eina sem ég gat fengið var kannski einhver smá afsláttur næst þegar ég keypti varahluti.

Ég finnst þetta mjög leiðinlegt atvik og þjónustan einkennileg. Þetta er nú ekki beint spurning um fjárhagslegt tjón enda var það sem betur fer ekki það mikið, heldur bara leiðinlegt viðmót og klunnaleg samskipti. Þetta atvik verður til þess að ég ætla að forðast það eins og ég get að stunda viðskipti við Bílaumboðið Öskju , alla vega í nánustu framtíð.


Mercedes Benz 300CE 1990
Víðir Hólm Ólafsson
S: 662-3118

Re: Einkennileg þjónusta í Bílaumboðinu Öskju

#2
Það er heppilegast að útkljá svona mál beint við viðkomandi, því fyrirtæki eins og Askja mun líklega ekki karpa um svona mál hér á þessum vettvangi, þó yfirleitt séu tvær hliðar á hverju máli. Það er því ekki sanngjarnt að aðeins ein hlið komi fram og ekki heldur sanngjarnt að aðrir hér taki afstöðu og gefi álit án þess að hugsanlega að vita alla málavexti. Um þetta er fjallað i reglum spjallsins (Kafli II, grein 3).

Alveg án þess að taka afstöðu til þessa máls, þá finnst mér það nokkuð virðingarvert hjá starfsmönnum Öskju að hafa viðurkennt mistök að fyrra bragði, gert við bílinn að kostnaðarlausu og beðist afsökunnar. Það eru held ég ekki öll verkstæði sem myndu gera það, heldur einungis gera við og rukka eigandann án sérstakra útskýringa. Það bendir til að hægt sé að treysta þeim hvað heiðarleika varðar. Þetta er bara það sem situr eftir í huga mínum eftir að hafa lesið þetta, og engan vegin skilaboð um afstöðu mína hvað varðar aðra þætti þessa tiltekna máls eða hvernig væri sanngjarnast að leysa úr þeim.

Ég myndi því vilja hvetja þig til að hafa samband við Öskju og sjá hvort ekki sé hægt að greiða úr óánæju þinni varðandi ykkar viðskipti.
Sveinn Þorsteinsson
GSM: 899-5277

Mercedes-Benz 190Dc, 1964, R-222
Mercedes-Benz 300SEL 6.3, 1967, R-22
Mercedes-Benz 300GE, 1990
Mercedes-Benz 300SL, 1990

[img]https://zveinn.updog.co/R22/banner33.jpg[/img]

Re: Einkennileg þjónusta í Bílaumboðinu Öskju

#4
Þetta finnst mér alveg til fyrirmyndar hjá Öskju, að viðurkenna og biðjast afsökunnar á sínum mistökum og rukka þig ekki um krónu, auðvitað lendir maður alltaf í veseni þegar að gamlir bílar bila, en það er okkar val að eiga og gera út gamla bíla, ekki eru þeir í ábyrgð.

Ef að ég hefði lent í þessu þá væri ég mjög þakklátur fyrirtækinu Öskju og væri nú ekki að reyna að krefja þá um neitt, ekki gátu þeir boðið þér lánsbíl þegar að þú kemur með bílinn í viðgerð, enda 24 ára gamall bíll sem að hefði getað verið með allskonar bilanir.

Þegar að Askja kemur bílnum að og lagar bílinn og kemst að því að þeirra er sökin, þá bregðast þeir mjög vel við og segja þér sannleikann og rukka þig um 0 kr.

Ég er þeirrar skoðunar eftir að hafa lesið þetta að þú ættir að fara aftur uppí Öskju og þakka þeim kærlega fyrir góða þjónustu.
Mercedes Benz 280 SE w108 V8 3.5 árg 1972 R-71

Jaguar XJS 3.6 árg.1989 GMG

BMW 735i e32 árg. 1989

Gunnar Már Gunnarsson ( GMG )
GSM 690-2222



http://www.cardomain.com/id/GMG_ICELAND
cron