REGLUR UM BIRTINGU AUGLÝSINGA Í ÞESSUM ÞRÆÐI

#1
1. Hér mega eingöngu skráðir notendur auglýsa til sölu eða óska eftir einhverju sem ekki passar í hina auglýsingadálkana sem ætlaðir eru til að selja bíla eða bílatengda hluti.

2. Ekki má auglýsa ólöglegan varning. Ef notandi verður uppvís af því að auglýsa stolinn, illa fengin eða ólöglegan varningi, getur sá hinn sami átt yfir höfði sér að brot hans verði tilkynnt til lögreglu. Vefumsjón áskilur sér rétt til að afla lögreglu allar mögulegar upplýsingar um slíkar auglýsingar.

3. Hér er hægt svara póstum. Því skulu allir virða reglur spjallsins um almenna háttsemi í svörum og ekki vera með óþarfa útásetningar eða athugasemdir.

4. Auglýsingar sem hér eru settar inn eyðast sjálfkrafa út 30 dögum frá því að síðasta svar er sett inn á þráðinn og þá er hverjum og einum í sjálfvald sett hvort hann setur auglýsinguna inn aftur. Einnig er hægt að halda þræðinum lifandi með því að minna á auglýsinguna með því að bæta svari inn á þráðinn á minnst 29 daga fresti.

5. Skilyrt er að taka nákvæmlega fram hvað er verið að bjóða í fyrirsögninni á auglýsingarþræðinum og þá hvort það er [Til sölu] eða [Óskast] (eftir því hvort á við). Það er því nauðsynlegta að fyrirsögnin sé orðuð eins og t.d. "Óska eftir KitchenAid hrærivél" , en ekki "Megamaskína fyrir mömmu" sem segir ekki neitt. Allar auglýsingar sem hafa slíka fyrirsögn sem er í senn villandi og ekki í samræmi við hið auglýsta verða umsvifalaust fjarlægðar af vefstjórn.

6. Aðeins má birta eina auglýsingu fyrir sama hlut hjá sama einstaklingi á hverjum tíma. Ef sami aðili setur inn margar auglýsingar um sama hlutinn þá verða auglýsingarnar fjarlægðar.

7. Auglýsandi getur breytt innlegginu í þræðinum ef hann óskar þess, t.d. til að bæta eða breyta upplýsingum (s.s. verði o.fl.).

Vönduð auglýsing eykur líkur á sölu og kemur í veg fyrir óþarfa umræður í söluþræðinum.

Annað:
Þegar auglýst söluvara hefur verið seld eða hætt hefur verið við sölu þá verður söluþráðnum læst.

Að öðru leyti gilda reglur spjallþráðarins um innlegg á þráðum:
http://www.stjarna.is/spjall/viewtopic.php?t=5393" onclick="window.open(this.href);return false;


Benedikt Hans Rúnarsson
cron