Rafmagns vandamál með W204

#1
Halló.

Ég er með W204 C200 2011 módel.

Bíllinn tók allt í einu uppá einhverju rafmagnsvesni.

Það blikka öll viðvörunarljós (EBS/ABS. Steptronic, loftpúðar, pre-save, run flat. Og sennilega fleiri sem ég man ekki).
Einnig blikka ljósin fram og til baka. Þegar skilaboðin koma þá er hægt að keyra bílinn ef maður er í gír annars þarf maður að drepa á honum og bíða. Bíllinn blikkar allskonar á meðan en svo er eins og hann jafni sig og þá er allt í lagi, þangað til að allt byrjar aftur.

Kannist þið við svona lýsingu?
Hvað gæti þetta mögulega verið? Slæm jörð kannski?

Með fyrirfram þökk


Re: Rafmagns vandamál með W204

#2
Þekki nú ekki W204 en ef öll ljós fara að blikka í 124 þá er það 98% öruggt rafallinn.

Eg átti W210 sem for að haga sér furðulega rafmagnslega séð og það hvarf þegar hann fékk nýjan rafgeymi.

Bara hugmyndir.
Jón Ketilsson S. 8662773

Að eiga Benz eru trúarbrögð.

Re: Rafmagns vandamál með W204

#3
Takk fyrir góð ráð, þetta var ath. ásamt öðru. Kom svo í ljós að þetta var raka skaði. Komst raki/vatn undir mottur og teppi og niður undir í rafmagns íhluti þar. Náði að gera ýmislegt óskemmtilegt af sér.

Má til gamans geta að viðgerðin kostaði 14 þúsund norskar krónur.

Re: Rafmagns vandamál með W204

#4
Hjallilevy skrifaði:Takk fyrir góð ráð, þetta var ath. ásamt öðru. Kom svo í ljós að þetta var raka skaði. Komst raki/vatn undir mottur og teppi og niður undir í rafmagns íhluti þar. Náði að gera ýmislegt óskemmtilegt af sér.

Má til gamans geta að viðgerðin kostaði 14 þúsund norskar krónur.
Gott ráð ef það kemst raki í bílinn að setja kattasand í sokk og láta hann vera í bílnum, helst nálægt þeim stað sem rakinn finnst. Magnað hvað þetta virkar vel í að þurrka upp raka ;)
Benedikt Hans Rúnarsson
cron