Reglur spjallsins

#1
I. Tilgangur

1. Spjall þetta er tileinkað umræðum um Mercedes-Benz bifreiðar og er hugsað sem vettvangur fyrir umræður áhugamanna því tengdu. Tilgangur spjallsins er að auka og auðvelda samskipti manna með sama áhugamál og er hugsað til jákvæðra samskipta þeirra á milli er varða áhugamálið.

II. Innlegg

1. Öllum er heimilt að taka þátt í umræðum spjallborðsins, hvort sem þeir eru meðlimir í Mercedes-Benz klúbbi Íslands eða ekki.

2. Menn skulu leitast við að gæta orðalags og sýna háttvísi í innleggjum sínum á spjallinu. Allt móðgandi, meiðandi, særandi, dónalegt, hatursfullt og kynferðislegt tal, vísvitandi lygar, hótanir eða annað háttalag sem varðað getur við lög er óleyfilegt hér á spjallinu.

3. Pirringur út í einstaklinga og/eða fyrirtæki og ágreiningur þeirra á milli er ekki vettvangur þessa spjalls. Mælst er til þess að menn leysi sín ágreiningsmál annarstaðar.

4. Fyrirtækjum og einstaklingum er óheimilt að nota spjallið fyrir skipulagða auglýsingastarfssemi, nema með leyfi vefstjórnar.

III. Notendanafn og undirskrift

1. Mönnum er heimilt að velja sér eitt notendanafn að vild.

2. Kjósi menn að taka hlutdregna afstöðu og koma á framfæri ákveðnum meiningum varðandi einstaklinga og/eða fyrirtæki, skulu þeir hafa nafn sitt í undirskrift, ellegar skulu þeir hafa yfirlýsingar sínar fyrir sjálfa sig.

3. Óleyfilegt er að skrá sig inn á fleiri en einu notendanafni og villa þannig á sér heimildir og taka þátt í umræðunni eins og um tvo einstaklinga sé að ræða.

4. Skráðar eru niður IP tölur á öllum innleggjum, jafnt frá skráðum notendum sem og gestum sem skrá nafnlaus gestainnlegg.

IV. Viðurlög

1. Vefstjórn áskilur sér rétt til þess að loka og jafnvel fjarlægja alla spjallþræði sem komnir eru á það stig að þeir þjóna ekki lengur tilgangi þessa spjalls.

2. Vefstjórn áskilur sér rétt til þess að fjarlægja einstaka innlegg sem brjóta í bága við eina eða fleiri reglur spjallsins.

3. Vefstjórn áskilur sér rétt til þess að vísa einstaklingum frá umræðum á spjallinu, brjóti innlegg þeirra í bága við reglur spjallsins. Mönnum skal gefin ein skrifleg aðvörun með einkapósti áður en brottvísun er framkvæmd.

4. Brottvísun frá spjallinu varðar einstaklinga, ekki notendanöfn. Hafi mönnum verið vísað frá umræðunni og notendanafni lokað, gildir það einnig um önnur notendanöfn sem sá hinn sami kann að skrá sig undir síðar.

5. Sé skráður notandi uppvís að því að senda nafnlaust gestainnlegg er brjóta í bága við reglur þessar, þá getur skráði notandinn engu að síður átt von á brottvísun.

--

Stjórn klúbbsins áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á reglunum hvenær sem þurfa þykir.


Sveinn Þorsteinsson
GSM: 899-5277

Mercedes-Benz 190Dc, 1964, R-222
Mercedes-Benz 300SEL 6.3, 1967, R-22
Mercedes-Benz 300GE, 1990
Mercedes-Benz 300SL, 1990

[img]https://zveinn.updog.co/R22/banner33.jpg[/img]

#2
Vil ég biðja menn að lesa þessar reglur vel og gæta orða sinna á þessu spjallborði !

Gætum orða okkar og sínum kurteisi :wink:
Mercedes Benz 280 SE w108 V8 3.5 árg 1972 R-71

Jaguar XJS 3.6 árg.1989 GMG

BMW 735i e32 árg. 1989

Gunnar Már Gunnarsson ( GMG )
GSM 690-2222



http://www.cardomain.com/id/GMG_ICELAND