Nýtt á spjallinu - auðveldari leið til að setja inn myndir

#1
MBKÍ hefur skipt um hýsingaraðila og er nú vefurinn okkar hýstur í USA. Kosturinn við það er að rekstrarkostnaður lækkar gríðarlega og því hægt er að bjóða upp á að setja inn myndir sem viðhengi (attachment) í þræðina. Það þarf því ekki lengur að vista myndirnar annarsstaðar og setja inn tilvísun (hlekk) í myndirnar til birtingar á spjallinu.

Myndir eru settar inn þannig að stofnað er nýtt innlegg (nýr þráður eða innleggi svarað). Fyrir neðan neðstu "takkana" Opna uppkast - Vista uppkast - Forskoða - Senda eru þrír flipar ("möppur") - sjá á myndinni neðst í þessu innleggi.
Velja skal Bæta við viðhengi og svo Bæta við skrá. Ef bæta skal við fleiri myndum þá er sama aðgerð valin aftur.

Eins og kerfið er sett upp þá er hægt að setja allt að 8 myndir inn í hverju innleggi.

Hér má sjá skjámynd sem sýnir þetta betur:


-----------------------------------------------------
Stjórn Mercedes-Benz klúbbs Íslands
Netfang: mbki @ mbclub.is
Viðhengi
vidhengi.JPG
cron